Thursday, December 30, 2010

Jaipur tour: Nahargarh Fort # 4

Fresco in Nahargarh Fort, in the traditional Rajasthani style. See how the picture has faded away to almost nothing in the corner? I suspect the national habit of using the nearest available corners to piss in is to blame.


Freska í Nahargarh-virki, í hefðbundnum Rajasthan-stíl. Virðingin fyrir listaverkunum er ekki meiri en svo að sá hluti myndarinnar sem er næstur horninu er að verða horfinn vegna þess að menn míga hiklaust í hornið, þó að stutt sé í ókeypis klósett.

Wednesday, December 29, 2010

Tuesday, December 28, 2010

Jaipur tour: Nahargarh Fort # 2

The buildings inside the fort are built of gold and pink stone and the palace has some nice frescoes on the walls of the rooms.We had an overpriced lunch there, served by waiters who clearly thought it was beneath them to be waiting on tables.

Byggingarnar inni í virkinu eru úr gullnum sandsteini og veggirnir úr bleikum. Þarna var snæddur hádegisverður og þjónunum fannst það greinilega vera fyrir neðan sína virðingu að þjóna til borðs.

Monday, December 27, 2010

Jaipur tour: Nahargarh Fort # 1

The next stop on the city tour was Nahargarh Fort. I am sure the view over Jaipur would have been very nice if it hadn't been so foggy. 


Nahargarh-virkið, eða "Dvalarstaður tígrisdýranna" var næsta stopp. Það er byggt á hæð fyrir ofan Jaipur. Nú lá súldardrulla yfir öllu, þannig að rétt grillti í borgina neðan undir skýjunum og virkisveggirnir hurfu inn í þykknið.

Sunday, December 26, 2010

Jaipur tour: Who thinks up these things?

During the textile shop visit I wandered over to the workshop next door, which sold all kinds of marble things, including sculptures, statues, tiles and tabletops, some of it quite nice. Then there was this very kitschy mailbox:


 Þessi hræðilegi póstkassi var til sölu í næstu búð. Hverjum dettur eiginlega í hug að gera svona?

Friday, December 24, 2010

Jaipur tour: Block printing demonstration

We took the inevitable textile shop stop, and some of the Indians on the tour did some shopping - which I guess is a sign that the prices were right, although I think one young couple were just buying blankets to wrap themselves in during the tour. It was still raining intermittently and it was rather chilly outside.

The western tourists, including myself, were all travelling light, and we sat outside and enjoyed a glass of hot chai and break in the rain and would not be cajoled to buy anything despite the guide's insistence that we come and look.

The block printing demonstration was interesting.


Í ferðum með leiðsögn á Indlandi er óhjákvæmilegt að það sé stoppað í túristabúðum, enda eru leiðsögumennirnir á prósentum hjá kaupmönnunum. Það var reyndar bara stoppað í einni í þessarri ferð, undir því yfirskyni að sýna okkur hverning hafðbundið Indverskt tauþrykk væri gert. Síðan var okkur smalað inn og sölumennskan hófst. Allir í rútunni sem voru ekki indverskrar ættar settust út og sötruðu chai - sætt, kryddað mjólkurte - og nutu skammvinnrar uppstyttu. Við vorum öll að ferðast létt og enginn áhugi fyrir að kaupa fyrirferðarmiklar vefnaðarvörur. Maðurinn með yfirvararskeggið var leiðsögumaðurinn.

Thursday, December 23, 2010

Jantar Mantar: Some of the weird and wonderful instruments there

Here are some of the instruments of the Jantar Mantar. I enjoyed them mostly as designs, but there are signs  by each instrument with explanations of their functions.

It was raining like crazy while we were there, so the visit was rather short.
Wednesday, December 22, 2010

Hawa Mahal: View from the Jantar Mantar

On day 2 I woke up with the beginnings of a cold. I headed to the train station to begin a day tour of the city that I had reserved the day before. Despite the still miserable weather there was a group of about 15 people going on the tour. The tour began at the Jantar Mantar, the astronomical observatory of Maharaja Jai Singh II, which was built between 1727 and 1734. This is a delightful collection of remarkably accurate astronomical instruments that to the untrained eye look like a collection of playground amusement structures.

But lets begin with the reverse view of the one I posted yesterday: Here is the Hawa Mahal seen from the Jantar Mantar.Annan morguninn í Jaipur vaknaði ég með vott af kvefi. Eftir morgunmatinn hélt ég til lestarstöðvarinnar, en þaðan leggja rútur ferðamálaráðs Rajasthan upp í ferðir um borgina með leiðsögn. Fyrsta stopp var Jantar Mantar, sem ég minntist aðeins á í gær. Þetta er stjörnurannsóknarstöð Maharaja Jai Singh II, byggð á árunum 1727 til 1734. Þetta eru nokkuð nákvæm rannsóknartæki sem við fyrstu sýn minna helst á leiktæki fyrir börn. Eins og sjá má var ennþá rigning.

Á myndinni gefur að líta Hawa Mahal, séð frá Jantar Mantar.

Monday, December 20, 2010

Jantar Mantar: View from the Hawa Mahal

I read about the Jantar Mantar in a travelogue when I was a teenager and was always curious about it. I wasn't really thinking about it all all when I decided to visit Jaipur, but when I spotted this, the samrat yantra, from the Hawa Mahal, I knew I had to visit it. It was one of the sites included in a guided day tour I was planning to take the next day.Ég hafði lesið um Jantar Mantar, stjörnurannsóknarstöðvar Maharaja Jai Singh II, í ferðasögum þegar ég var unglingur, og langaði til að sjá amk. eina þeirra. Mér tókst það ekki í fyrstu Indlandsferðinni - sá reyndar stöðina í Delhi út um glugga á strætó þá, en ekki meira. Ég var ekkert að hugsa um Jantar Mantar þegar ég ákvað að fara til Jaipur, en það vill svo til að af fimm svona stjörnurannsóknarstöðvum sem Jai Singh II lét byggja, þá er sú stærsta og best varðveittasta einmitt í Jaipur. Þetta er samrat yantra, sem er líklega stærsta sólúr í heimi, séð frá Hawa Mahal. Næsta dag stóð til að ég færi í dagsferð um borgina með leiðsögn, og heimsókn í Jantar Mantar var innifalin í ferðinni.

Saturday, December 18, 2010

Jaipur: Too much of a good thing?

Look at the signs for a moment: How many Lassiwalas can you count?
You see this phenomenon frequently in India, and indeed around the world. Someone sets up a business, it becomes popular, and if it's in a tourism spot it gets into all the best guide-books. Before you know it, up spring competing businesses with the same or almost same name, hoping to skim off some of the original place's customers. According to my guidebook, the original is the one on the left, and produces the best lassis in the city.

At this point all I could really think about clearly was to get back to the hotel, but I was just about to get lost and ended up wandering around in the dark for an hour at least, up and down streets with different levels of lighting and paving, in search of a supermarket I had seen on my way into the walled city. There I stocked up on biscuits, crisps and nuts for the days to come.

Once I got back to the hotel, I striped off my clothes - which could not have been wetter if I had gone swimming in them - dried myself with a towel and changed into dry clothes before nipping out to the restaurant across the road to get a pizza.

I slept like a rock that night.


Hér má sjá algengt fyrirbæri á Indlandi og reyndar allst staðar annars staðar í heiminum líka: Einhver kemur sér upp fyrirtæki, það verður vinsælt og einhverjir aðrir vilja græða á vinsældum fyrsta staðarins og koma sé upp svipuðum eða samskonar rekstri  og gefa sínu fyrirtæki sama eða næstum sama nafnið.

Samkvæmt leiðsögubókinni er það þessi til vinstri með bláa skiltinu sem er uprunalegur, og þar má víst fá bestu lassi-drykki í borginni. Ég vildi ekki blotna enn meir og keypti mér í staðinn ís og vakti mikla athygli þar sem ég rölti áfram og borðaði hann, svona svipað og hérna heima þegar maður fær sér ís að vetrarlagi og borðar hann utandyra.

Skömmu seinnar var ég orðin rammvillt og ráfaði upp og niður misjafnlega vel lýstar götur, sem sumar voru þaktar í drullu, í um klukkutíma áður en ég fann stórmarkað sem ég hafði komið auga á á leiðinni yfir í virkisborgina. Þar keypti ég mér kex, kartöfluflögur og hnetur til næstu daga.

Þegar ég fann loksins hótelið og skreið upp á herbergi var ég svo blaut að það var eins og ég hefði farið í sund í öllum fötunum, enda skildi ég eftir blauta slóð úr afgreiðslunni og upp á herbergi. Þar hafði ég fataskipti og skaust síðan yfir götuna og fékk mér pizzu.

Svefninn var sætur og djúpur um nóttina, enda var ég dauðþreytt og slöpp eftir allt volkið.

Friday, December 17, 2010

Jaipur: Temple in the rain

I imagine it could be difficult to pray at this shrine/temple, since it's located on a traffic island in the middle of a busy street with two traffic lanes on each side.


Það er áhættussamt að biðjast fyrir í þessu litla musteri, enda er það byggt á umferðareyju á miðri fjölfarinni umferðargötu.

Thursday, December 16, 2010

Jaipur: Minarets

On the walk home I finally found myself in a good position to photograph these interconnected towers. I assume the taller ones are a pair of minarets and the smaller ones mosque entrance gate towers. They are visible from a long way off and could be used as landmarks for people to orient themselves.


Þessir fínlegu samtengdu turnar eru líkast til mínarettur og innri turnarnir mundu þá vera turnar á inngönguhliði inn í moskuna. Þeir sjást langt að, enda háir.

Wednesday, December 15, 2010

Jaipur: Minaret

I spotted this minaret between two pillars on the way back to the hotel on day 1. Apparently you can pay to climb it, but I wasn't in any mood for it.


Ég kom auga á þessa mínarettu á leiðinni aftur niður á hótel. Það er víst hægt að fá að klífa upp í hana og útsýnið er örugglega frábært, en bara ekki í svona rigningarsudda.

Tuesday, December 14, 2010

Hawa Mahal: The facade

The famous façade actually looks more rusty red than pink in the rain. This is such an incredible building that even if you have seen photos you don't really get a sense of it until you see it with your own eyes. 

Rather than give a potted history of the building, I have chosen to link to the Wikipedia article on it.


Þetta er síðan frægasti hluti byggingarinnar. Þetta er ein af þessum ótrúlegu byggingum sem maður verður að sjá með eigin augum til að skynja hvað hún er í raun stórfengleg. Þeir sem vilja kynna sér sögu hennar geta farið inn á Wikipedia og lesið sér til um hana þar.

Monday, December 13, 2010

Hawa Mahal: Back of the facade

The back of the top floor of the façade. The view from the inside is great. I would have loved to see this place when people still lived there, with furnishings and carpets on the floor and silk-clad ladies peeping out from behind the coloured glass in the windows.


Séð aftan á efstu hæð framhlutans fræga. Ég hefði viljað geta séð hverning þetta var þegar það var enn búið í höllinni og það voru mottur á gólfunum og húsgögn í herbergjunum og skrautklæddar konur gægðust í gegnum litað glerið í gluggunum og fylgdust með lífinu niðri á götunni fyrir utan.

Sunday, December 12, 2010

Hawa Mahal: Unwelcome visitors

Close-up of the rear view of the back of one of the lower floors of the façade. Note the tiny carved filigree windows - these are part of the reason why the interior of the place would be relatively cool in the summer.
I imagine these pigeons are probably no more welcome visitors here than they are in most other places.Séð aftan á frægasta hluta byggingarinnar. Dúfurnar er sennilega ekki mjög velkomnar þarna...

Saturday, December 11, 2010

The Hawa Mahal: Roof close-up

Floral patters are a feature of Rajput architecture, and here they have been augmented by white paint that outlines the shapes and veins of the leaves.


Blóm og lauf eru eitt af einkennum byggingarlistar Rajpútanna og hér hara útlínur laufblaðanna verið ýktar með hvítri málningu.

Friday, December 10, 2010

Hawa Mahal: Sheltering from the rain

Between entering the ticket booth to pay for my entrance into the building and actually walking into the courtyard, it started raining for real.This woman sought temporary shelter under the pillared domes of this small pavilion on top of the entrance gate. The rain was mild and warm at this point and while I did get wet, I didn't actually feel cold because the daytime temperature was comfortably warm.


The little pillared domes at the top of the entrance gate, seen from the back.

Það fór að rigna í alvöru á meðan ég var að borga fyrir miðana inn í höllina, en það gerði lítið til á þessum tímapunkti því að það var hlýtt og þetta var bara venjuleg og frekar mild rigning en ekki demba. Þessi kona leitaði sér skjóls undir bogaþakinu á þessum skála sem er ofan við gestainnganginn.

Thursday, December 09, 2010

Hawa Mahal: Back of the famous facade

Once you have pay the entrance fee and walk through the gate, you see, across a courtyard, this red/pink sandstone section in front of you, framed by the honey-coloured sections on each side, and the building starts to look vaguely familiar.


Þegar kemur inn í litla hallargarðinn inn af innganginum blasa við manni þessi útskot eða yfirbyggðu svalir úr bleikrauðum sandsteini sem mynda andstæðu við hunangsgulan steininn til beggja hliða, og manni fer að finnast maður kannast lítillega við bygginguna.

Wednesday, December 08, 2010

The Hawa Mahal - rear view

It was still just drizzling intermittently that first day when I found my way into the side road at the back of the  the Hawa Mahal, the Palace of the Winds, where the visitor entrance is located. This is the best known building in Jaipur, and shows an interesting and seamless fusion of the pillared canopies and delicate pillars of Rajput architecture and the inlay work and arches of Mughal architecture. As the name suggests, it was designed to catch and make the most of every cooling breeze during hot summers. The pillared and onion-domed back entrance is white and honey-coloured and contrasts nicely with the red/pink sandstone of the famous façade.


Það var tímabundin uppstytta þegar ég beygði inn í hliðargötuna sem liggur að bakhlið og gestainngangi Hawa Mahal, Hallar Vindanna. Eins og nafnið bendir til, þá var þessi litla höll byggð sérstaklega til að  nýta sem allra best hinn minnsta svala sem barst í sumarhitunum í Rajasthan fyrir daga rafknúinnar loftkælingar.

Það kannast líklega enginn við þetta hlið sem ekki hefur komið á staðinn, en á bak við kúplana glittir í frægasta hluta byggingarinnar.

Tuesday, December 07, 2010

Jaipur in the rain: Wheels

I don't remembers so many motorcycles on the streets on my last visit to India, 14 years ago. Back then, the private motor vehicles I noticed the most on the streets were scooters, but now I noticed more motorcycles and larger, more powerful-looking motor scooters than before. Imagine trying to find your cycle among all these!


Mér finnst ég ekki hafa séð svona mikið af mótorhjólum á götunum í síðustu ferð, fyrir 14 árum síðan. Þá tók maður mest eftir litlum vespum, en núna virðist vera meira um stærri og kraftmeiri vespur og mótothjól. Hvernig ætli sé að finna mótorhjólið sitt í allri þessari hrúgu?

Monday, December 06, 2010

Jaipur in the rain: Traffic and decrepit buildings

Not all of the buildings in the walled city are in good repair, and in fact some of them look as if they are about to fall down, although I suppose they could be structurally in better shape than they appear. 


Margar byggingar í virkisborginni eru svo illa farnar að þær virðast vera að hruni komnar, en það er auðvitað mögulegt að þær séu bara svona að utan.

Sunday, December 05, 2010

Into the Pink City

The hotel I had chosen was a fair bit of distance away from the walled city and I chose to walk there. I threaded through the narrow lanes of a residential area until I came to a wide street and could see the walled city ahead of me. The air had by than time become pregnant with humidity, and while I rambled around under the roofed pavements of the walled city, it started to drizzle. I did a lot of walking that day, mostly just rambling around the streets, people-watching and looking at merchandise in the shops, with a visit to the Hawa Mahal thrown in. By late afternoon, when I started retracing my steps back to the hotel, it was raining hard and the Pink City was looking decidedly rusty, muddy and sodden.

I ended up losing my way while looking for a supermarket I had discovered on my way into the walled city, and it was pitch dark when I arrived at the hotel after a long ramble around the city, wet through and chilled to the bone. It was no surprise that I woke up the next day with a cold.

In the following days I will be posting some street photos from the walled city and from the Hawa Mahal.

I think this is the Ajmeri Gate rather than the Pol (Moon) Gate


Það var nokkuð langt frá hótelinu yfir í virkisborgina sem gaf Jaipur viðurnefnið „Bleika Borgin“, en ég naut þess að ganga.  Ég þræddi þröngar íbúðargötur þangað til ég koma út á stóra og breiða götu sem lá í áttina að virkisborginni. Loftið var orðið mettað af raka þegar ég kom inn um hliðið á virkisborginni og á meðan ég gekk um og skoðaði litlu verslanirnar sem eru á neðstu hæðum flestra húsanna við aðalgöturnar fór að úða úr lofti. Það gerði svo sem ekki mikið til, því að fyrir framan húsin sem voru sérstaklega hönnuð til að hýsa verslanir eru löng og samfelld bogagöng sem skýla vegfarendum fyrir veðrinu, hvort sem um er að ræða rigningu eða sól. Næstu daga birti ég hér myndir úr heimsókninni í virkisborgina og Hawa Mahal, og líka Jantar Mantar, annað frægt mannvirki í borginni.

Ég gekk einhverja kílómetra þennan dag, og heimsótti meðal annars Hawa Mahal, frægustu byggingu borgarinnar (meira um hana síðar). Á meðan á þeirri heimsókn stóð sótti rigningin í sig veðrið og það mígrigndi þegar ég sneri við og hélt heim í áttina að hótelinu. Skynsöm manneskja hefði sjálfsagt tekið leigukerru, en ég hafði komið auga á matvöruverslun á leiðinni í virkið, og ætlaði að versla mér kex og annað nesti til að hafa með í næstu lestarferð, svo ég gekk. 
Og gekk. 
Og gekk. 

Ég fann loks búðina  og verslaði þar, en villtist svo í myrkrinu á leiðinni á hótelið og var hátt í tvo tíma að ráfa um í ausandi rigningunni og drullunni áður en ég komst á rétta slóð, gegnblaut og köld inn að beini. 

Auðvitað var ég svo orðin kvefuð morguninn eftir.

Saturday, December 04, 2010

Jaipur wares

I don't have much time to write today, so for today here is a photo of a lovely display of clay jars and jugs I spotted outside a shop across the street from the Hawa Mahal. I would have loved to take one of the glazed ones home with me.


Ég hef ekki tíma til að skrifa mikið í dag, þannig að hér er mynd af leirkerjum sem ég kom auga á fyrir utan verslun rétt hjá frægasta mannvirki Jaipur, Hawa Mahal.Mig blóðlangaði að kaupa eitt og taka heim með mér, en langaði minna að þurfa að drösla því með mér þvers og kruss um Indland.

Friday, December 03, 2010

Destination Jaipur

From Shimla I went back to Delhi. I hadn't intended to go back there, but as I mentioned earlier, my camera died in Shimla and I needed to get a replacement. Well, wanted to, anyway. I have always preserved my travel memories both in photographs and by journalling, and to lose one of the two was unthinkable. The earlier photos from Delhi were a mixture from both visits, so to cut a long story short, today I begin to post my photos from Jaipur, my next destination.

It was early morning, just about dawn when I arrived in Jaipur, after a cold night on the train from Delhi. I wasn't in the mood to find out how good or bad the rikshaw drivers of Jaipur were, so after consulting a free map I got from the tourism office in the train station and seeing that it was not a very long walk to the main tourist accommodation area I trudged in the right direction. The rikshaw drivers turned out to be pretty polite - not one followed me from the station, and while the ones stationed farther along the road called out to me, they weren't persistent. It was on my walk down that road that I met the first camel-drawn cart I had ever seen, and what a funny sight: the camel striding along with a sneer on its aristocratic face, and the driver huddled on the cart behind it, more like a footman than its master. Unfortunately the camera was on the very bottom of my bag and they were moving fast, so I didn't get a photo, and in fact I never go a photo of a camel pulling a cart. I suppose the weather kept them indoors.

I found a hotel so new that it wasn't in the guidebooks yet, but it was clean, there was a heater element in the air conditioning unit and it had a shower. I took a room, deposited my luggage, and went for a walk.
More tomorrow.


 Frá Shimla fór ég til Jaipur, með stuttu stoppi í Delhi til að kaupa mér nýja myndavél, en sú gamla gaf upp öndina í Shimla. Ég kom til Jaipur snemma morguns, rétt þegar sólin var að koma upp og nældi mér í kort af borginni á ríkisferðaskrifstofu Rajahstans sem var á lestarsstöðinni, og spurðist fyrir um skipulagðar ferðir. En fyrst var að fá sér gistingu. Ég sá á kortinu að það var ekki mjög langt inn í túristahverfið og ákvað að labba. Ég held svei mér þá að rikshaw-eklarnir þarna hafi verið þeir kurteisustu sem ég rakst á í allri ferðinni – það elti mig enginn, og þó að nokkrir kölluðu til mín hvort ég vildi kerru, þá voru þeir ekki ágengir. Kannski hafa þeir bara haldið að ég væri hillingar, enda er ég ekki þannig í vextinum að ég virðist ganga mikið.

Hvað um það, þar sem ég rölti eftir rykugum breiðgötum, fram hjá flottum hótelum, bílaumboðum og alls konar verslunum sem allar voru lokaðar, enda snemma morguns, þá kem ég auga á drómedara í fjarska. Hann nálgast óðum, og ég sé að aftan í honum hangir kerra. Þó að armarnir á kerrunni væru hábyggður og hjólin stór, þá hallaði henni samt ansi mikið niður á við, og kúskurinn húkti fremst á kerrunni eins og samanhnipraður hani á priki. Drómedarinn brokkaði áfram með þennan hrokalega hefðarsvip á andlitinu sem mér finnst alltaf vera eins og þeir séu að fitja upp á nefið, og leit hvorki til hægri né vinstri.
Mig blóðlangaði að ná af þessu mynd, en myndavélin var á botninum í töskunni, þangað sem hún sígur alltaf, en ég var svo sem ekki að hafa áhyggjur, enda bjóst ég við að sjá fleiri svona kerrur á ferðinni. En þar setti veðrið strik í reikninginn...

Ég fann hótel í sem var svo nýtt að það var ekki komið inn í leiðsögubækurnar. Herbergin voru tandurhrein, það var sturta, og það var hitari í loftræstitækinu. Eftir stuttan lúr til að bæta mér upp svefnlitla nótt í lestinni fór ég af stað í labbitúr.
Meira á morgun.

Saturday, May 01, 2010

The poll is finished

...and the results are that I will be posting an Icelandic folk tale on the 52 books blog each Friday night. However, I decided that when I come across a good nature tale about an actual place or landscape feature that I have photos of, I will be posting those tales here. It will not be a regular feature, just every now and then.

By the way, I have some more India photos coming up, probably tomorrow.

Friday, April 30, 2010

Poll - STICKY - NEW POSTS BELOW UNTIL APRIL 30th

I have a project I have been thinking about for some time. Years ago, long before I exchanged my Icelandic food website for a blog, I translated some folk tales about the island of Drangey into English and put them up on an auxiliary website, accompanied by photos. I got some enthusiastic responses, but due to my freelance work I didn’t have the time to develop the idea further, so I filed away the idea. Now I finally have both time and inclination to put this idea into action. Numerous Icelanders have collected folk and fairy tales over the centuries so the resources are basically bottomless, meaning this could become a long-term project.

I really don’t want to add yet another blog to my already too large repertoire, so I will post them on one of my existing blogs. To begin with, the format will be one story, either a folk tale or fairy tale (or possibly even an urban legend) per week, accompanied whenever possible by photos or illustrations found in the public domain or licensed as creative commons. I will use my own photography whenever possible and appropriate.

The question is now where I should publish them: Here on the Iceland etc. blog, which is basically a photoblog dedicated to my travels around Iceland and other countries, or on the 52 books blog, which is dedicated to literature and reading.

So I would like to ask you, dear reader, to cast your vote. Which location would you like to see these tales posted in? Please go to the survey on the left and cast your vote. If you definitely do not want to see them here, the trick is to cast a vote for the other blog.

Note that I am running surveys on both blogs, so if you read both, please cast a vote over on the other one as well.

Keep in mind that if the photoblog gets the majority vote, the project will be delayed until I have finished blogging about my holiday in India, whereas I can start right away on the literary blog.

The survey is open to the end of April. This post will remain a sticky until then, but any new posts will appear underneath it.

Thursday, April 29, 2010

Swastika

This pennant with a swastika was flying above the Shiva temple. Far from being looked at with the loathing it inspires in Europe and America, the swastika is a holy and auspicious symbol all over India, and in fact over much of Asia.

This concludes the photos from Shimla. A couple of days after taking this photo I said goodbye to my friend and hitched a ride with her parents down the mountains and then rode on the train with them to Delhi, where I stayed for a couple of days before moving on to Jaipur. I bought a new camera in Delhi, as the old one had died on me in Shimla.


Photobucket


Það er sorglegt að nasistarnir skuli hafa spillt svastikunni og breytt henni um aldur og æfi í tákn fyrir alla þá andstyggð og eyðileggingu sem þeir báru ábyrgð á í Evrópu, því að hjá Indverjum, og reyndar mörgum öðrum íbúum Asíu er þetta heillatákn.

Síðasta myndin frá Shimla. Tveimur dögum seinna kvaddi ég vinkonu mína og húkkaði far með foreldrum hennar niður fjallið, og þaðan fórum við með lest til Delhi, þar sem leiðir skildi. Þar var ég í 2 daga, á hóteli í Chandni Chowk, stutt frá Rauða virkinu, áður en ég hélt til Jaipur. Í Delhi keypi ég mér nýja myndavél, enda gaf sú gamla upp öndina í Shimla. Skrítið, en í fyrri Indlandsferðinni bilaði líka hjá mér myndavél.

Wednesday, April 28, 2010

Nandi: the holy bull - Hið heilaga naut

Wherever Shiva is worshipped, you will most likely find a statue or image of Nandi, the holy bull, nearby. Most Nandi statues stand facing Shiva temples, but a few are venerated by themselves.


Photobucket


Nadni, hið helga naut, er þjónn Shiva og styttur af Nandi standa fyrir framan mörg Shiva musteri. Þetta var sú fyrsta og eina sem ég sá hjúpaða klæðum.

Tuesday, April 27, 2010

Shiva temple - Musteri Shiva

A bit farther along on Tara Devi hill is this fairly new Shiva temple, built about 50 years ago and still being added to - the steps up to it were brand new and still being finished.


Photobucket


Í um 100 metra fjarlægð frá Tara Devi musterinu var þetta nýlega Shiva-musteri, sem er einungis 50 ára gamalt.

Monday, April 26, 2010

Tara Devi temple garden - Musterigarðurinn

The temple is small and surrounded by a garden which was lovely at that time but must look really magnificent in the spring and early summer. The trees were covered in these prayer cloths, which represent wishes people have come to ask the goddess Tara to fulfil.


Photobucket


Trén í musterisgarðinum voru þakin í þessum bænaklútum, sem eru gjafir til gyðjunnar frá fólki sem hefur komið til að biðja hana einhverrar bónar. Garðurinn var fallegur og vel um hann hugsað, og hlýtur að vera stórkostlegt að sjá hann í fullum blóma að vor- eða sumarlagi.

Sunday, April 25, 2010

Tara Devi

I went on a nice excursion to the Tara Devi temple on the hill named after it, in the company of my host's parents. They came to pray, and I tagged along and enjoyed the magnificent view.


Photobucket


Mynd tekin ofan af einni af hæðunum í nágrenni Shimla. Þarna uppi er musteri tileinkað einni af fjöldamörgum gyðjum hindúismans. Útsýnið var frábært, en eins og sjá má var talsverð móða í loftinu, eins og var reyndar flesta daga.

Saturday, April 24, 2010

Is it supposed to be Gandhi?

This baffling statue stands outside the Shimla State Museum. Photography is forbidden inside, so this is my only photo relating to it. The most interesting objects on display inside are a fine collection of miniature paintings. The rest is a bit of a hodge-podge, although the coin collection should be of interest to collectors and the costumed dolls are worth a look for someone interested in ethnic costume.

I wondered if this was supposed to be a representation of Mahatma Gandhi, since it has a slight resemblance to him, but the glasses are missing, so I can't be sure. Whoever this is supposed to be, I'm sure he didn't deserve to be buried up to his chest in a block of concrete.

Photobucket


Ég veit ekki hvort þetta á að vera Gandhi, en mér sýnist að á einhverjum tímapunkti hafi peningarnir klárast og styttunni ekki verið lokið. Maður fær sama fílinginn og við að sjá styttuna í vesturbæ Reykjavíkur þar sem maðurinn virðist vera sokkinn upp að hnjám í steinsteypublokk.

Friday, April 23, 2010

Butterfly - Fiðrildi

I found this lovely specimen sunbathing in the gardens outside the Institute of Advanced Studies.

Photobucket


Fiðrildi í sólbaði.

Thursday, April 22, 2010

Gorton Castle

Named after a previous owner of the building site, this grand Neo-Gothic building, finished in the early 1900's, once housed the Civil Secretariat of the Imperial Government of India, and is now the headquarters of the Accountant General of Himachal Pradesh. It is closed to the public, but I was fortunate enough be able to see it from the inside, due to my friend's connections. It has not been kept in as good repair as suits such a grand building, and has gone rather shabby. I loved the seamless marriage of architectural styles in the building, especially the Rajastani touches on the balconies.

Photobucket


Þarna er skrifstofa fjármálastjóra ríkisins staðsett. Húsið er kennt við mann sem eitt sinn átti byggingarlóðina. Vinkona mín vinnur þarna og ég fékk því að skoða húsið að innan líka. Það er orðið frekar slitið, en ekki svo að ekki væri hægt að veita því góða andlitslyftingu.

Wednesday, April 21, 2010

Observatory Hill - Útsýnishæð

Built in the late 1800's by by orders of Lord Dufferin, then Viceroy of India, this grand Gothic building, in a style sometimes called "Scots Baronial" stands on Observatory Hill, one of the seven hills the city of Shimla stands on. It served as the summer residence of Lord Dufferin for the last months of his tenure and for every Viceroy and Governor General after him. After independence, it first became a summer retreat for the President of India, but in 1965 it became the headquarters of the Indian Institute of Advanced Study. Only a small portion of the building is open to the public, and then only in groups with a guide. The parts I saw were in good condition.

It is interesting to note that this building was the first in Shimla to have electricity. Under the immaculately kept lawn in front of the house is a water tank large enough for all the Institutes's needs except in the very worst droughts. The gardens are beautiful and immaculately kept.

Photobucket


Þessi Gotneska höll var reist að skipun Dufferins lávarðar, þess sama og heimsótti Ísland á sínum tíma og skrifaði um það þekkta ferðasögu. Hann var landstjóri Breta á Indlandi í nokkur á. Allir eftirmenn hans fram að sjálfsstæði notuðu höllina sem sumaraðsetur sitt, og þar eftir var það um tíma sumarhús Indlandsforseta. Það hefur hýst menntastofnun frá 1965. Lítill hluti hússins er opinn almenningi, og það höfðar meira til Indverja en útlendinga. Aftur á móti er garðurinn mjög fallegur og útsýnið ofan af hæðinni flott. Það er mjög hressandi að ganga þarna upp eftir, en kannski ekki mjög skynsamlegt ef maður er ekki í góðu formi...

Tuesday, April 20, 2010

Monkeys III - Apar, 3. hluti

The macaques were a special nuisance up on Jakhoo Hill, the highest point in Shimla, where there is a temple dedicated to Hanuman, the monkey god. I didn't want to risk taking any photos up there, because the monkeys there are famous for stealing cameras, purses and glasses from people. I got this nice photo down near the city centre, using a DSLR camera with a zoom lens lent to me by my friend when my own small digital camera gave up the ghost.

Photobucket


Apynja með ungann sinn. Maður fékk það á tilfinninguna þegar aparnir horfðu á mann að það væri fyrirlitning í augnaráðinu. Eitt er a.m.k. víst: þeir vissu fullvel að fólk var hrætt við þá, og notfærðu sér það stundum.
Þessa mynd tók ég á myndavél vinkonu minnar, eftir að stafræna myndavélin mín gaf upp öndina.

Monday, April 19, 2010

Monkeys II - Apar, 2. hluti

Macaque monkeys have adapted well to the spread of human habitation across India, and troops of them have taken up residence in cities across the sub-continent, often becoming a nuisance. In Shimla, you see them everywhere. People are advised not to walk around with easily visible foodstuffs in their hands in areas where monkeys hang out, because the monkeys will often snatch the food away from them. Resisting is not advisable, as it will only lead to getting bitten.
When they can't find people to rob for food, the macaques will happily root around in the trash for edibles:


Photobucket


Apar að róta í ruslagámi.
Þessir apar eru hreinasta plága í Shimla. Þeir ræna mat af fólki, t.d. varð vinkona mín fyrir því að stór karlapi hrifsaði af henni pylsupakka og klifraði með hann upp í tré. Hún tekur sig happna að hafa ekki verið bitin. Það má kannski segja að þetta sé lítil hefnd apanna, því að þessi apategund er mjög algeng á tilraunastofum, t.d. lyfja- og snyrtivörufyrirtækja. Þeir eru útbreiddasta tegund prímata í heiminu á eftir manninum.

Sunday, April 18, 2010

Monkeys I - Apar, 1. hluti

In case anyone thought the monkey at my shoulder that I wrote in the last post was a cute or funny incident, just take a look at the teeth on the monkey below, and tell me if you think they are funny:

Photobucket


Þegar ég sat við musterið í síðustu færslu og var að teikna það í dagbókina mína varð mér litið upp og sá að það sat api á veggnum rétt við öxlina á mér. Ég var fljót að færa mig, enda langaði mig lítið að komast í nánari kynni við þessar tennur.

Thursday, April 15, 2010

Temple of Shiva

This small temple or shrine, dedicated to Shiva, is part of the Kali Bari temple compound. I frequently noticed Shiva shrines or mini-temples near temples dedicated to other gods and goddesses. It's smooth, clean-cut lines made me think of a chunky little comic-book style space-rocket.

I sat down to sketch it in my journal and when I looked up after some time, there has a monkey sitting on the wall by my shoulder.

Photobucket


Þetta litla Shiva-musteri er rétt hjá Kali Bari. Ég sá oft Shiva-skrín eða smá-musteri við stærri musteri annarra guða og gyðja. Mér datt helst í hug eldflaug.

Wednesday, April 14, 2010

Kali Bari

The Kali Bari temple is located on a hill above Mall Road. The goddess Kali is worshipped there. There is quite a good view over the city from the site, so it's worth visiting even if you are not interested in the temple as such.

The city of Shimla is named after Shyamala Devi, an incarnation of Kali.

Photobucket


Dauðagyðjan Kali er tilbeðin í Kali Bari-musterinu, sem stendur á hæð fyrir ofan Mall Road. Ein of birtingarmyndum hennar, Shyamala Devi, gaf Shimla-borg nafn sitt.

Útsýnið ofan frá musterinu er frábært.

Tuesday, April 13, 2010

At the cobbler's - Hjá skósmiðnum

This cobbler has his place of business on the street near the entrance to one of the busiest shopping streets in the city center, just below the Mall. He and a colleague sat on the ground and repaired shoes all day long and during my time there I never saw either of them idle. He fixed the shoe by sewing the sole back on, a fine if unusual piece of repair that still holds.

Later, he patched up a tear in the upper of the other shoe so well that if you didn't know it was there, you had to take a very close look to find it, and he also repaired my daypack.

Photobucket


Þessi skósmiður sat á götunni efst í einni af hinum iðandi verslunargötum borgarinnar og gerði við skó frá morgni til kvölds, með verkfærum sem tæknivæddir íslenskir skómiðir hefðu líklegast gefist upp á að nota. Hann saumaði sólann aftur á skóinn, og sú viðgerð var enn í fínu lagi í lok ferðar. Hann gerði seinna við gat á hinum skónum, og gerði það svo vel að viðgerðin sást varla. Hann lagaði líka bakpokann minn þegar önnur ólin tók að gefa sig.

Photobucket

Monday, April 12, 2010

Autumn colours - Haustlitir

Autumn was just around the corner when I arrived in Shimla, and while the biggest trees were mostly evergreens, you could see flashes of autumn colours among them, especially on these creepers that wound themselves around many trees.

I took this photo on an interesting walking tour in the woods near the city. The sole nearly came off one of my hiking boots on the way back, and the next day we walked down to the bazaar to find a cobbler to repair it (see tomorrow's post).

Photobucket


Haustlitir voru farnir að sjást á ýmsum trjátegundum sem fella laufin, og sérstaklega var þessi vafningsplanta áberandi. Myndin er tekin í gönguferð í skóginum í nágrenni borgarinnar. Á leiðinni til baka úr göngunni losnaði hálfur sólinn undan öðrum skónum mín um og því fórum við daginn eftir niður á basar í leit a skósmið (sjá meira um það á morgun).

Sunday, April 11, 2010

Christ Church

Christ Church is located on the Ridge, a large square situated on top of Shimla's main water reservoir, near the Mall. Building began in 1844 and it was consecrated in 1857.

Photobucket


Kristskirkja stendur á áberandi stað við annan endann á stóru torgi fyrir ofan the Mall, og minnir mann helst á leikfangakirkju. Hún var vígð 1857 og er aðallega fræg fyrir fagra steinda glugga sem í henni eru.

Saturday, April 10, 2010

Café - Kaffihúsið

Barista Lavazza is a popular chain of coffee houses in India. Originally an Indian chain, it is now owned by the Italian company Lavazza. When you order coffee there, they will ask you whether you prefer Indian or Italian coffee. Being a complete and utter non-expert on coffee, I couldn't tell the difference.

Whenever I felt in need of air-conditioning and a cool drink in India, I would look first for either a Barista or a Café Coffee Day (Barista's main rival), or if I couldn't find one fast enough, for an outlet of one of the international fast food chains.

Note the mock Tudor upper floor.

Photobucket


Þessi kaffihúsakeðja og keppinauturinn, Café Coffee Day, eru út um allt á Indlandi. Þar getur maður ávallt stólað á gott úrval heitra og kaldra drykkja, hrein klósett og loftkælingu.

Friday, April 09, 2010

Minerva Book House - Bókabúðin

Book shops are a must stop for me wherever I go. I loved this one, which is located on the Mall. It's one of those places where appearance has been sacrificed in order to carry as much stock as possible, making it a browser's dream. If you are looking for something specific and can't find it, the owner will find it for you. My friend is a regular customer and we were invited to take tea with the owner behind the check-out table, something you don't see happening in places like Borders or Barnes & Noble.

Photobucket


Bókabúðir virka á mig eins og segull á nál. Þessi er ein af þessum frábæru þar sem öllu ægir saman og ekki er verið að fórna plássi til að hafa fínt. Vinkona mín er fastagestur og okkur vor því boðið í te og kex með eigandanum á bak við afgreiðsluborðið. Það var of snemmt í ferðinni til að ég verslaði mikið, en ég keypti þó eina stóra matriðslubók sem ég sendi heim með pósti.