Wednesday, March 31, 2010

Goodbye, Paharganj

This is the sign that welcomes you into Paharganj. I just realised I should have posted it first, but it was actually among the last photos I took before I left Delhi, so here it is.

Photobucket


Skiltið sem biður ferðalanginn velkominn til Paharganj. Til að komast þangað inn frá lestarstöðinni verður maður að sæta færis og skjótast yfir stór gatnamót þegar sljákkar til í umferðinni. Mér fannst best þegar ég þurfti að komast yfir umferðargötur að finna innfædda sem ætluðu greinilega líka yfir og slást í för með þeim. Aftur á móti gat verið varasamt að standa kyrr og bíða, því að þá flykktust að manni sölumenn og betlarar og varasamir náungar sem vildu fá að sýna manni teppabúð (eða skartgripabúð, eða fatabúð, o.s.frv.) frænda síns. Lengstu augnablikið í allri ferðinni voru þegar ég sat föst úti á umferðareyju í nokkrar kvalafullar mínútur með einum slíkum, sem kunni ekki að halda kjafti. Ef þetta hefði staðið mínútunni lengur hefði komið til líkamsárásar úti á eyjunni.

Tuesday, March 30, 2010

Merchandise 2 - Söluvarningur 2

Carved wooden printing blocks seem to be a popular souvenir to take home from India.

Photobucket


Prentblokkir - eiginlega stórir stimplar - sem eru notaðar til að prenta munstur á klæði, t.d. dúka og föt. Miðað við hvað þær voru til sölu á mörgum ferðamannastöðum hljóta þær að vera vinsælir minjagripir.

Monday, March 29, 2010

Merchandise 1 - Söluvarningur 1

Colourful purses tempt the passer-by in Paharganj.
Indian street shops, usually one room with a front that opens onto the street, are very colourful and crammed with stuff. While it can be a relief to enter an orderly western-style supermarket or an air-conditioned top-end fashion boutique that could be located anywhere from New York to Sidney, Australia, I hope they will never push out these chaotic and lively traditional shops, because while shopping in them can be an ordeal, it can also be great fun, not the least because you can usually haggle over the prices.

Photobucket


Ég varð að stilla mig um að versla ekki eins og vitleysingur þessa fyrstu daga á Indlandi. Alls staðar gaf að líta litríkan varning sem mann langaði að skoða betur, kaupa og taka með sér heim, en mig langaði bara ekki að rogast með meiri farangur en nauðsyn krafði, þannig að ég verslaði bara í smáum stíl þangað til ég kom til Bangalore, þar sem Indlandsheimsókninni lauk. En þá fyllti ég líka töskuna.

Sunday, March 28, 2010

Chandni Chowk - Tunglskinsstæti

Delhi is an interesting stew of building styles. Not far from the entrance to the gleamingly modern Chandni Chowk underground station this temple thrusts its shikara into the sky. I never did find out to which deity it was dedicated. Walking down the narrow road leading down from it into the larger road that led into the main street, was to run a gauntlet of street vendors and beggars.


Photobucket


Þetta musteri stendur rétt hjá inngangunum inn í eina af neðanjarðarlestarstöðvum borgarinnar. Gatan sem það stendur við er full af götusölum og betlurum, sumum hverjum ansi ágengum. Chandni Chowk-hverfið, kennt við aðalgötuna sem á íslensku mætti þýða sem Tunglskinsstræti, var eitt sinn aðalverslunarhverfi borgarinnar og er ennþá fullt af verslunum, veitingastöðum og gististöðum, auk þess að þar er margt skemmtilegt að sjá. Rauða virkið stendur t.d. við annan enda götunnar.

Friday, March 26, 2010

Taking a brief break - Farin í smá pásu

Services will resume on Sunday.

Ætla að taka mér stutt hlé frá myndbirtingum. Byrja aftur á sunnudaginn kemur.

Tuesday, March 23, 2010

In the vegetable market - Grænmetisgata

One day, I was attempting to avoid a particularly annoying and sleasy taxi driver out to make some good money off what he probably saw as an easy mark. I turned into a side-street too narrow for his car and found the vegetable market.

Photobucket


Einn daginn var ég að reyna að forðast einstaklega ágengan og perralegan leigubílstjóra sem hélt til í móttökunni á hótelinu þar sem ég gisti, og stakk mér inni í þrönga hliðargötu þar sem ég uppgötvaði grænmetismarkaðinn. Úrvalið var takmarkað, en allt var svo ferskt og fallegt að íslenkar matvöruverslanir blikna í samanburðinum.

Monday, March 22, 2010

A heavy load - Þungar byrðar

This is a frequent sight on Indian streets. Often the loads would be much, much bigger, but I was never quick enough with the camera to snap a really big one.

Photobucket


Algeng sjón á indverskum götum. Hlössin voru oft miklu stærri en þetta, en ég var aldrei nógu fljót til að grípa myndavélina áður en þau hurfu inn í umferðarþröngina.

Sunday, March 21, 2010

In Paharganj - Gamalt hús

An ornamental old house in Paharganj.

Photobucket


Formfagurt gamalt hús í Paharganj. Þau voru mörg hver í afar slæmu ásigkomulagi, en þetta var tiltölulega vel útlítandi.

Saturday, March 20, 2010

The pale ladies - Silfurpíunar

Colourful kurtas (shirts) on the decidedly 80's style hanging mannequins that Indian shopkeepers seem to favour. I saw them everywhere, from the Himalayas to Bangalore.

Photobucket


Þessar gínur minntu mig mjög á níunda áratuginn heima á Fróni, en tískan hefði alveg gengið í dag, þó að maður hefði reyndar þurft að stytta mussurnar svolítið, eða þá nota þær sem kjóla. Ég kom með tvær heim.

Friday, March 19, 2010

Thursday, March 18, 2010

Is it or isn't it? - Er það er er það ekki?

In the center of this traffic roundabout there is this thing that looks like a fountain. Whether it is or not, I could not find out, but one thing is certain: there is no water in it. If anyone can explain the decorations, I would appreciate it. Is it an effort to brighten up the environment, or is is some kind of holy place?

PhotobucketÉg velti því fyrir mér hvort þetta væri gosbrunnur eða bara til skrauts, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Það var að minnsta kosti ekki vatn í honum.

Wednesday, March 17, 2010

In the street of shops - Dæmigerð verslunargata

A typical Indian shopping street. This being Paharganj, the majority of the shops sell products that appeal to tourists and locals alike.

PhotobucketDæmigerð verslunargata. Þetta er aðalgatan í Paharganj, og þar má fá alls konar dót, ásamt viðgerðum á hinu og þessu. Eins og gatan gat verið litrík og skemmtileg á opnunartíma, þá var hún svo grámóskuleg eftir að verslanirnar lokuðu, að það var eins og allt væri í svart-hvítu.

Tuesday, March 16, 2010

The hall of public audiences

I love the graceful geometry that many buildings have, and I am especially fond of the curves that can be found in Mughal architecture.

Photobucket


Bogarnir í klassískri Mughal byggingarlist hafa alltaf heillað mig. Hér er eitt fallegt en kannski svolítið ofhlaðið dæmi.

Monday, March 15, 2010

Red Fort detail - Það litla skiptir máli

One of the things I love most about architecture is the little details you don't see until you get up close.

Photobucket


Blóm, fínlega höggið út í sandstein, eitt af mörgum sem skreyta áheyrnarsal keisarans in Rauða virkinu.

Sunday, March 14, 2010

At the Red Fort

Shah Jahan, emperor of the Indian Mughal empire, is best known for building the glorious Taj Mahal. The Red Fort is another famous structure he had built

Photobucket

Saturday, March 13, 2010

Scene from the back of a rikshaw - Séð innan úr leigukerru

Rikshaws may seem a good way to travel and see the city, but actually the view is pretty limited. The helmetless woman riding pillion on the back of a bike with a helmeted man in front was quite a common sight. Sometimes there was a child or three squeezed in between them, all helmetless.

Photobucket


Mynd tekin aftan úr leigu-rikshaw, á rauðu ljósi. Það var mjög algengt að sjá karla með hjálma reiða hjálmlausar konur aftan á mótorhjóli. Stundum var líka einu, tveimur eða jafnvel þremur börnum troðið á milli þeirra, ekkert þeirra með hjálm. Það er líka algengt að það vanti bílbelti í bílana, og jafnvel þegar þau eru, þá eru þau bara að framan.

Friday, March 12, 2010

Paharganj shop window - Búðargluggi í Paharganj

Just an indication of some of the stuff you can buy in Paharganj. I thought the Buddha-bong was crossing the line just a little bit.

Photobucket


Hasspípur í búðarglugga í Paharganj. Mér fannst Búddapípan aðeins yfir strikið.

Thursday, March 11, 2010

Holy cows - Heilagar kýr

Indian street cows clean up some spilled potatoes. Along with the pi dogs and the occasional goat or sheep, they have an important role to play in the cleaning up of biological trash from the streets.

Photobucket


Indverskar kýr að gæða sér á skemmdum kartöflum. Ásamt hundunum eru þær mikilvægar af því að þær hreinsa upp lífrænt og stundum ólífrænt sorp af götunum. Þær lenda reyndar stundum í vanræðum af því að þær hafa étið plastpoka sem stífla í þeim meltingarfærin. Annars er búið að gera mikið átak í að halda þeim í burtu af götunum og þær sjást sjaldan nú orðið á stærstu umferðagötunum í Delhi, en eru enn velkomnir gestir á ávaxta- og grænmetismörkuðum birgarinnar þar sem þær hreinsa upp úrgang.

Wednesday, March 10, 2010

Romantic view of Humayum's Tomb - Rómantíska hliðin

The tomb seem from this angle looks like a romantic fantasy palace straight out of the Arabian Nights. Only the scaffolding and the distant silhouettes of the vultures spoil the romantic image.

Photobucket


Séð frá þessu sjónarhorni líkist byggingin mest ævintýrahöll úr 1001 nótt. Það eina sem skemmir rómantíkina eru stíllansarnir og sveimandi hrægammarnir.

Tuesday, March 09, 2010

Humayum's Tomb II

The tomb is being restored and repaired, thanks to the Aga Khan Fund. The gardens around Indian historical monuments are usually beautifully kept, but the buildings are sometimes crumbling due to lack of maintenance which is in turn due to lack of funds, as I was to see when I visited the Red Fort.

Photobucket


Verið er að gera við og hreinsa grafhýsið. Garðarnir umhverfis sogulegar á Indlandi merkisbyggingar eru oftast fallegir og vel við haldið, en því miður má stundum ekki segja það sama um byggingarnar sjálfar eins og ég átti eftir að sjá þegar ég heimsótti Rauða Virkið. Þetta stafar af fjárskorti og því var það þarfaverk hjá Aga Khan-sjóðnum að veita fé í að gera við byggingarnar.

Monday, March 08, 2010

Humayum's Tomb - Grafhýsi Humayums

The magnificent Humayum's Tomb, architectural forerunner of the Taj Mahal and an early example of Persian influences in Indian architecture. Built in the late 16th century, it houses the remains of Emperor Humayum and many of his family and nobles. The plinth or platform is 12000 square meters in size and the building is 47 meters tall.

Photobucket


Maður nálgast hið stórkostlega grafhýsi Humayums í gegnum ein fjögur hlið, þar af amk. tvö sem eru hluti af upprunalega garðinum umhverfis það. Byggingin stendur á 12000 fermetra palli og nær 47 metra hæð. Hún er frá seinni hluta 16 aldar og er eitt elsta dæmið um persnesk áhrif í indverskri byggingarlist, og ef þér finnst eitthvað kunnuglegt við bygginguna, þá er það af því að Taj Mahal var byggt á svipuðum nótum. Það er stærðarinnar garður umhverfis bygginguna og um að minnsta kosti fjögur hlið að fara áður en maður kemur að henni. Hún er staðsett í sama garði og Isa Khan grafhýsið.

Sunday, March 07, 2010

The tomb of Isa Khan - Grafhýsi Isa Khans

A 16th century tomb seen through an arch on top of the nearby mosque (the tomb enclosures of mughal noblemen and emperors usually include a mosque). This octagonal tomb was erected for Isa Khan Niyazi, who was a nobleman in the court of one of the mughal shahs.

Photobucket


Grafhýsi Isa Khan Niyazi, frá 16 öld. Hann var aðalsmaður við hirð eins mógúlakeiaranna. Byggingin er átthyrnd og byggð í klassískum rjómatertustíl. Þetta er bara eitt af ógrynninu öllu af merkilegum byggingum sem gefur að líta í Delhi. Ég ráðlegg fólki sem hefur lítinn tíma en vill sjá eitthvað af borginni að fara í ferð á vegum ferðamálaráðs borgarinnar með leiðsögn, í stað þess að standa í stappi við að reyna að fá leigubílstjóra til að fara með mann þangað sem maður vill fara, fyrir verð sem maður er tilbúinn að borga.

Saturday, March 06, 2010

Sleeping dog - Sofandi hundur

A pi dog sleeping by the Isa Khan Tomb. More on the tomb itself tomorrow.

Photobucket


Útigangshundur sefur í skjóli við grafhýsi Isa Khan. Meira um það á morgun.

Thursday, March 04, 2010

Delhi street image - Götumynd

I was photographing the advertisement sign for the shop across the street, which inexplicably uses Delicate Arch, which is located in Arches National Park in Utah, USA, to advertise bindi, those decorative little dots that Indian women use to decorate their foreheads. The woman stepped into the frame moments before I snapped the photo.

Photobucket


Ef þið lítið á aulýsingaskiltið efst á myndinni, þá sjáið þið að þar er mynd frá Utah í Bandaríkjunum, þar sem frægur steinbogi í Arches-þjóðgarðinum er notaður til að auglýsa bindi, indverskt kvenskart sem eru litlir og misjafnlega skrautlegir punktar sem þarlendar konur líma á ennið á sér á milli augnabrúnanna til skrauts. Það er talsvert algengt að myndir frá vesturlöndum séu notaðar í auglýsingaskyni á Indlandi. Það var alger tilviljun að konan skyldi villast inn á myndina á réttu augnabliki.

Wednesday, March 03, 2010

Pi dog - Útigangshundur

Every city in India has its share of half-wild stray dogs, called pi dogs. They play an important part in cleaning up garbage and as long as you don't bother them, they will not bother you (unless there is a rabies outbreak or you are stupid enough to invade their territory in the middle of the night). Although they are never fat, I rarely saw really ribs-sticking-out skinny ones. Mange is, however, a big problem and some of them are completely bald and covered in crusty sores. They seem to spend most of the day sleeping and most of the night barking.

Photobucket


Útigangshundar eru út um allt í öllum borgum og bæjum Indlands og eru mikilvægir hlutar af borgalífinu því þeir sinna sorphreinsun (ásamt kúm, geitum og stundum sauðfé). Ég sjá ekki oft verulega illa horaða útigangshunda, en auðvitað er ekki við því að búast að þeir séu feitir. Hver borg virtist hafa sitt sérstaka kyn, og hundarnir í þessu hverfi Delhi minntu mig svolítið á snögghærða íslenska sveitahunda sem oft bera nafnið Kolur. Aðra nóttina mína í borginni svaf ég varla fyrir gelti og ýlfri þar sem tvö hundagengi virtust vera að berjast um yfirráð niðri á götu.

Tuesday, March 02, 2010

Some et ceteras: India / Indlandsmyndir

Or, to put it another way: I finally got off my lazy butt and got some photos ready from the India trip. I have been debating whether to group them by theme or place or something else, but in the end I decided to just post the best and most representative of my vision of the country, one per post, in the order they were taken. Since this is also done for the benefit of those of my friends and family who haven't seen any of these photos, there will be text in Icelandic as well. English text will be above the photos and Icelandic below. Just skip the next paragraph to go on to the photo and more English text.

Jæja, ég ákvað loksins að rífa mig upp á rassgatinu og birta myndir úr Indlandsreisunni. Ætlunin er að að birta eina í hvert skipti, í sömu röð og þær voru teknar. Þetta verða alls ekki allar myndirnar (enda yfir 1000) heldur úrval af þeim bestu og þeim sem best lýsa landinu og upplifun minni af því. Af því að þetta blogg hefur hingað til verið birt á ensku verður líka texti á því tungumáli. Það er samt vissara að lesa bæði þann enska og þann íslenska, því ég segi kannski stundum ekki alltaf það sama.
Enski textinn verður fyrir ofan myndirnar og sá íslenski fyrir neðan þær.

On to the photos:

Paharganj is the main backpacker area in Delhi. If you arrive in the city by train, you can't miss it because it's right across the street from New Delhi Railway Station. I happened to arrive by air, but as I had discovered that the train I wanted to take to Kalka would leave very early in the morning, I decided to stay in Paharganj rather one of the cleaner but more distant and less colourful areas of the city. This is the view from the 3rd floor balcony of my once luxurious hotel just as the street was beginning to wake up on the morning I arrived.

Photobucket


Paharganj er paradís bakpokaferðalanga í Delhi. Þar er hægt að finna allan andskotann sem ferðamenn langar í, hvort sem um er að ræða hótelherbergi með loftkælingu, internet-kaffihús, hippafatnað, hass eða sérbökuð vínarbrauð. Þetta er útsýnið ofan af svölum á hótelinu þar sem ég eyddi fyrstu nóttinni, rétt um það bil sem gatan er að vakna. Hótelið bar það með sér að hafa einu sinni verið all-svakalega flott, með spegilvegg, marmaragólfum og fiskabúrum með gullfiskum felldum inn í veggina. Aftur á móti hafði margra ára vanræksla og léleg þrif gert það að verkum að það hafði séð betri tíma.