Wednesday, March 31, 2010

Goodbye, Paharganj

This is the sign that welcomes you into Paharganj. I just realised I should have posted it first, but it was actually among the last photos I took before I left Delhi, so here it is.

Photobucket


Skiltið sem biður ferðalanginn velkominn til Paharganj. Til að komast þangað inn frá lestarstöðinni verður maður að sæta færis og skjótast yfir stór gatnamót þegar sljákkar til í umferðinni. Mér fannst best þegar ég þurfti að komast yfir umferðargötur að finna innfædda sem ætluðu greinilega líka yfir og slást í för með þeim. Aftur á móti gat verið varasamt að standa kyrr og bíða, því að þá flykktust að manni sölumenn og betlarar og varasamir náungar sem vildu fá að sýna manni teppabúð (eða skartgripabúð, eða fatabúð, o.s.frv.) frænda síns. Lengstu augnablikið í allri ferðinni voru þegar ég sat föst úti á umferðareyju í nokkrar kvalafullar mínútur með einum slíkum, sem kunni ekki að halda kjafti. Ef þetta hefði staðið mínútunni lengur hefði komið til líkamsárásar úti á eyjunni.

No comments: