Friday, April 02, 2010

The next chapter - Aftur af stað

I set off on the next leg of my journey at 5 a.m. on October 31st. I took a cycle rikshaw the few hundred meters to the train station, as I was feeling groggy from too little sleep (due to frequent exchanges of barks between the street dogs and the dog in the next room) and because the street looked sinister and vaguely threatening under the shady street lighting, dusty and rather forlorn when bare of people and with the shop-fronts closed. Delhi after dark is a threatening place for a woman walking alone, but unencumbered by my luggage and perched high up on the rickshaw seat I at least felt I would see around me better than on foot down on the street, and be less vulnerable without my luggage hanging on me like anchors. We reached the station safely and in I went, to get on the Himalayan Queen, bound for Kalka, in the foothills of the Himalayas. In Kalka, I boarded the famous toy train to Shimla, pictured below.


Photobucket


Ég lagði af stað á næsta áfangastað eldsnemma morguns, var komin út á lestarstöð um fimmleytið um morguninn. Aðalgatan í Paharganj var ískyggilega skuggaleg, og ég tók hjóla-rickshaw niður á stöð og sat síðan og beið í nætursvalanum eftir að lestin kæmi inn á stöðina. Lestarstöðin í Nýju-Delhi er gríðarstór, þar eru engar lyftur og einu farangurskerrurnar eru í umsjón burðarmanna. Sem betur fer var farangurinn minn léttur, enda tókst mér að ferðast bara með handfarangur og því var burðurinn hvorki þungur né erfiður. Skítalyktin inni á stöðinni var ekki svo slæm í nætursvalanum, og sem betur fer var gola sem blés því versta í áttina frá mér.

Kerfið fyrir að taka lest á Indlandi er ekki flókið – það er að segja ef maður kann á það. Maður getur farið og beðið í röð við miðasöluglugga (það eru engir miðasjálfsalar) og átt viðskipti við afgreiðslumenn sem eru misgóðir í ensku, en á stærri lestarstöðvum eru sérstakar söluskrifstofur bara fyrir erlenda ferðamenn og Indverja sem búa erlendis. Í Nýju-Delhi er hún falin uppi á sóðalegri efri hæð, en það margborgar sig að nota hana, þ.e. ef manni hefir ekki tekist að læra á vefsíðu Indian Railways. Eftir þessa fyrstu lestarferð notaði ég reyndar sjálfstæða bókunarsíðu til að bóka lestarmiðana, síðu sem er auðveldara að nota en Indian Railways-síðuna og er líka hægt að nota til að bóka flug, hótel og fleira.

Það borgar sig að bóka allt sem fyrst, því að margir eru um hituna, sérstaklega ef eitthvað er um að vera á áfangastað. Þegar miðinn er kominn, hvort sem maður fór á bókunarskrifstofuna eða bókaði í gegnum netið, mætir maður á stöðina, lágmark hálftíma áður en lestin fer af stað. Á sumum lestarstöðvum er tafla yfir frá hvaða palli hvaða lest fer, en sums staðar verður maður að bíða eftir að hún renni inn á pallinn og hlusta vel á tilkynningarnar eða fylgjast með rafrænum tilkynningatöflum, og tölta síðan upp stiga upp á eina af göngubrúnum yfir teinana, og skrölta síðan niður á réttan pall.

10 mínútum fyrir brottför byrjar svo sirkusinn, því þá er opnað inn í lestarvagnana. Lestarnar eru oft langar, stundum tugir vagna, og því borgar sig að vera á réttum stað á pallinum. Nú orðið er merkt ca. hvar við pallinn hver vagn stansar, en stundum breytist það fyrirvaralaust, og þá borgar sig að taka sprettinn til að vera alveg viss um að komast inn áður en lestin rúllar af stað. Síðan hefst troðningurinn. Stundum er svo mikill asi á þeim sem ætla inn í lestina að þeir bíða ekki eftir að þeir sem ætla út úr lestinni stígi af henni, og þá verða árekstrar, menn sitja jafnvel fastir í þröngum dyraopunum. Oftast nær gengur þetta þó vel fyrir sig. Einn stór kostur við að vera með lítinn og léttan farangur er sá að eini staðurinn til að geyma hann er á gólfinu undir bekkjunum, og það er mjög algengt að Indverjarnir séu með stærðarinnar ferðatöskur með sér sem mann grunar að innihaldi alla búslóðina þeirra, og því er ástæðan fyrir því að mönnum liggur svona á inn í vagnana líklega sú að þeir vilja ekki þurfa að sitja undir farangrinum sínum.

Frá Delhi lá leiðin til Kalka, uppi við rætur Himalaja-fjalla, með Himalayan Queen lestinni. Þar var stigið af og um borð í „leikfangalestina“ til Shimla (sem myndin er af). Hún er kölluð leikfangalest af því að hún gengur á mjórri teinum en venjulegar lestir, og vagnarnir eru því samsvarandi minni. Lestin og teinarni eru á heimsminjaskrá UNESCO, enda um stórmerkilegt verkfræðiundur að ræða.

No comments: