Friday, April 30, 2010

Poll - STICKY - NEW POSTS BELOW UNTIL APRIL 30th

I have a project I have been thinking about for some time. Years ago, long before I exchanged my Icelandic food website for a blog, I translated some folk tales about the island of Drangey into English and put them up on an auxiliary website, accompanied by photos. I got some enthusiastic responses, but due to my freelance work I didn’t have the time to develop the idea further, so I filed away the idea. Now I finally have both time and inclination to put this idea into action. Numerous Icelanders have collected folk and fairy tales over the centuries so the resources are basically bottomless, meaning this could become a long-term project.

I really don’t want to add yet another blog to my already too large repertoire, so I will post them on one of my existing blogs. To begin with, the format will be one story, either a folk tale or fairy tale (or possibly even an urban legend) per week, accompanied whenever possible by photos or illustrations found in the public domain or licensed as creative commons. I will use my own photography whenever possible and appropriate.

The question is now where I should publish them: Here on the Iceland etc. blog, which is basically a photoblog dedicated to my travels around Iceland and other countries, or on the 52 books blog, which is dedicated to literature and reading.

So I would like to ask you, dear reader, to cast your vote. Which location would you like to see these tales posted in? Please go to the survey on the left and cast your vote. If you definitely do not want to see them here, the trick is to cast a vote for the other blog.

Note that I am running surveys on both blogs, so if you read both, please cast a vote over on the other one as well.

Keep in mind that if the photoblog gets the majority vote, the project will be delayed until I have finished blogging about my holiday in India, whereas I can start right away on the literary blog.

The survey is open to the end of April. This post will remain a sticky until then, but any new posts will appear underneath it.

Thursday, April 29, 2010

Swastika

This pennant with a swastika was flying above the Shiva temple. Far from being looked at with the loathing it inspires in Europe and America, the swastika is a holy and auspicious symbol all over India, and in fact over much of Asia.

This concludes the photos from Shimla. A couple of days after taking this photo I said goodbye to my friend and hitched a ride with her parents down the mountains and then rode on the train with them to Delhi, where I stayed for a couple of days before moving on to Jaipur. I bought a new camera in Delhi, as the old one had died on me in Shimla.


Photobucket


Það er sorglegt að nasistarnir skuli hafa spillt svastikunni og breytt henni um aldur og æfi í tákn fyrir alla þá andstyggð og eyðileggingu sem þeir báru ábyrgð á í Evrópu, því að hjá Indverjum, og reyndar mörgum öðrum íbúum Asíu er þetta heillatákn.

Síðasta myndin frá Shimla. Tveimur dögum seinna kvaddi ég vinkonu mína og húkkaði far með foreldrum hennar niður fjallið, og þaðan fórum við með lest til Delhi, þar sem leiðir skildi. Þar var ég í 2 daga, á hóteli í Chandni Chowk, stutt frá Rauða virkinu, áður en ég hélt til Jaipur. Í Delhi keypi ég mér nýja myndavél, enda gaf sú gamla upp öndina í Shimla. Skrítið, en í fyrri Indlandsferðinni bilaði líka hjá mér myndavél.

Wednesday, April 28, 2010

Nandi: the holy bull - Hið heilaga naut

Wherever Shiva is worshipped, you will most likely find a statue or image of Nandi, the holy bull, nearby. Most Nandi statues stand facing Shiva temples, but a few are venerated by themselves.


Photobucket


Nadni, hið helga naut, er þjónn Shiva og styttur af Nandi standa fyrir framan mörg Shiva musteri. Þetta var sú fyrsta og eina sem ég sá hjúpaða klæðum.

Tuesday, April 27, 2010

Shiva temple - Musteri Shiva

A bit farther along on Tara Devi hill is this fairly new Shiva temple, built about 50 years ago and still being added to - the steps up to it were brand new and still being finished.


Photobucket


Í um 100 metra fjarlægð frá Tara Devi musterinu var þetta nýlega Shiva-musteri, sem er einungis 50 ára gamalt.

Monday, April 26, 2010

Tara Devi temple garden - Musterigarðurinn

The temple is small and surrounded by a garden which was lovely at that time but must look really magnificent in the spring and early summer. The trees were covered in these prayer cloths, which represent wishes people have come to ask the goddess Tara to fulfil.


Photobucket


Trén í musterisgarðinum voru þakin í þessum bænaklútum, sem eru gjafir til gyðjunnar frá fólki sem hefur komið til að biðja hana einhverrar bónar. Garðurinn var fallegur og vel um hann hugsað, og hlýtur að vera stórkostlegt að sjá hann í fullum blóma að vor- eða sumarlagi.

Sunday, April 25, 2010

Tara Devi

I went on a nice excursion to the Tara Devi temple on the hill named after it, in the company of my host's parents. They came to pray, and I tagged along and enjoyed the magnificent view.


Photobucket


Mynd tekin ofan af einni af hæðunum í nágrenni Shimla. Þarna uppi er musteri tileinkað einni af fjöldamörgum gyðjum hindúismans. Útsýnið var frábært, en eins og sjá má var talsverð móða í loftinu, eins og var reyndar flesta daga.

Saturday, April 24, 2010

Is it supposed to be Gandhi?

This baffling statue stands outside the Shimla State Museum. Photography is forbidden inside, so this is my only photo relating to it. The most interesting objects on display inside are a fine collection of miniature paintings. The rest is a bit of a hodge-podge, although the coin collection should be of interest to collectors and the costumed dolls are worth a look for someone interested in ethnic costume.

I wondered if this was supposed to be a representation of Mahatma Gandhi, since it has a slight resemblance to him, but the glasses are missing, so I can't be sure. Whoever this is supposed to be, I'm sure he didn't deserve to be buried up to his chest in a block of concrete.

Photobucket


Ég veit ekki hvort þetta á að vera Gandhi, en mér sýnist að á einhverjum tímapunkti hafi peningarnir klárast og styttunni ekki verið lokið. Maður fær sama fílinginn og við að sjá styttuna í vesturbæ Reykjavíkur þar sem maðurinn virðist vera sokkinn upp að hnjám í steinsteypublokk.

Friday, April 23, 2010

Butterfly - Fiðrildi

I found this lovely specimen sunbathing in the gardens outside the Institute of Advanced Studies.

Photobucket


Fiðrildi í sólbaði.

Thursday, April 22, 2010

Gorton Castle

Named after a previous owner of the building site, this grand Neo-Gothic building, finished in the early 1900's, once housed the Civil Secretariat of the Imperial Government of India, and is now the headquarters of the Accountant General of Himachal Pradesh. It is closed to the public, but I was fortunate enough be able to see it from the inside, due to my friend's connections. It has not been kept in as good repair as suits such a grand building, and has gone rather shabby. I loved the seamless marriage of architectural styles in the building, especially the Rajastani touches on the balconies.

Photobucket


Þarna er skrifstofa fjármálastjóra ríkisins staðsett. Húsið er kennt við mann sem eitt sinn átti byggingarlóðina. Vinkona mín vinnur þarna og ég fékk því að skoða húsið að innan líka. Það er orðið frekar slitið, en ekki svo að ekki væri hægt að veita því góða andlitslyftingu.

Wednesday, April 21, 2010

Observatory Hill - Útsýnishæð

Built in the late 1800's by by orders of Lord Dufferin, then Viceroy of India, this grand Gothic building, in a style sometimes called "Scots Baronial" stands on Observatory Hill, one of the seven hills the city of Shimla stands on. It served as the summer residence of Lord Dufferin for the last months of his tenure and for every Viceroy and Governor General after him. After independence, it first became a summer retreat for the President of India, but in 1965 it became the headquarters of the Indian Institute of Advanced Study. Only a small portion of the building is open to the public, and then only in groups with a guide. The parts I saw were in good condition.

It is interesting to note that this building was the first in Shimla to have electricity. Under the immaculately kept lawn in front of the house is a water tank large enough for all the Institutes's needs except in the very worst droughts. The gardens are beautiful and immaculately kept.

Photobucket


Þessi Gotneska höll var reist að skipun Dufferins lávarðar, þess sama og heimsótti Ísland á sínum tíma og skrifaði um það þekkta ferðasögu. Hann var landstjóri Breta á Indlandi í nokkur á. Allir eftirmenn hans fram að sjálfsstæði notuðu höllina sem sumaraðsetur sitt, og þar eftir var það um tíma sumarhús Indlandsforseta. Það hefur hýst menntastofnun frá 1965. Lítill hluti hússins er opinn almenningi, og það höfðar meira til Indverja en útlendinga. Aftur á móti er garðurinn mjög fallegur og útsýnið ofan af hæðinni flott. Það er mjög hressandi að ganga þarna upp eftir, en kannski ekki mjög skynsamlegt ef maður er ekki í góðu formi...

Tuesday, April 20, 2010

Monkeys III - Apar, 3. hluti

The macaques were a special nuisance up on Jakhoo Hill, the highest point in Shimla, where there is a temple dedicated to Hanuman, the monkey god. I didn't want to risk taking any photos up there, because the monkeys there are famous for stealing cameras, purses and glasses from people. I got this nice photo down near the city centre, using a DSLR camera with a zoom lens lent to me by my friend when my own small digital camera gave up the ghost.

Photobucket


Apynja með ungann sinn. Maður fékk það á tilfinninguna þegar aparnir horfðu á mann að það væri fyrirlitning í augnaráðinu. Eitt er a.m.k. víst: þeir vissu fullvel að fólk var hrætt við þá, og notfærðu sér það stundum.
Þessa mynd tók ég á myndavél vinkonu minnar, eftir að stafræna myndavélin mín gaf upp öndina.

Monday, April 19, 2010

Monkeys II - Apar, 2. hluti

Macaque monkeys have adapted well to the spread of human habitation across India, and troops of them have taken up residence in cities across the sub-continent, often becoming a nuisance. In Shimla, you see them everywhere. People are advised not to walk around with easily visible foodstuffs in their hands in areas where monkeys hang out, because the monkeys will often snatch the food away from them. Resisting is not advisable, as it will only lead to getting bitten.
When they can't find people to rob for food, the macaques will happily root around in the trash for edibles:


Photobucket


Apar að róta í ruslagámi.
Þessir apar eru hreinasta plága í Shimla. Þeir ræna mat af fólki, t.d. varð vinkona mín fyrir því að stór karlapi hrifsaði af henni pylsupakka og klifraði með hann upp í tré. Hún tekur sig happna að hafa ekki verið bitin. Það má kannski segja að þetta sé lítil hefnd apanna, því að þessi apategund er mjög algeng á tilraunastofum, t.d. lyfja- og snyrtivörufyrirtækja. Þeir eru útbreiddasta tegund prímata í heiminu á eftir manninum.

Sunday, April 18, 2010

Monkeys I - Apar, 1. hluti

In case anyone thought the monkey at my shoulder that I wrote in the last post was a cute or funny incident, just take a look at the teeth on the monkey below, and tell me if you think they are funny:

Photobucket


Þegar ég sat við musterið í síðustu færslu og var að teikna það í dagbókina mína varð mér litið upp og sá að það sat api á veggnum rétt við öxlina á mér. Ég var fljót að færa mig, enda langaði mig lítið að komast í nánari kynni við þessar tennur.

Thursday, April 15, 2010

Temple of Shiva

This small temple or shrine, dedicated to Shiva, is part of the Kali Bari temple compound. I frequently noticed Shiva shrines or mini-temples near temples dedicated to other gods and goddesses. It's smooth, clean-cut lines made me think of a chunky little comic-book style space-rocket.

I sat down to sketch it in my journal and when I looked up after some time, there has a monkey sitting on the wall by my shoulder.

Photobucket


Þetta litla Shiva-musteri er rétt hjá Kali Bari. Ég sá oft Shiva-skrín eða smá-musteri við stærri musteri annarra guða og gyðja. Mér datt helst í hug eldflaug.

Wednesday, April 14, 2010

Kali Bari

The Kali Bari temple is located on a hill above Mall Road. The goddess Kali is worshipped there. There is quite a good view over the city from the site, so it's worth visiting even if you are not interested in the temple as such.

The city of Shimla is named after Shyamala Devi, an incarnation of Kali.

Photobucket


Dauðagyðjan Kali er tilbeðin í Kali Bari-musterinu, sem stendur á hæð fyrir ofan Mall Road. Ein of birtingarmyndum hennar, Shyamala Devi, gaf Shimla-borg nafn sitt.

Útsýnið ofan frá musterinu er frábært.

Tuesday, April 13, 2010

At the cobbler's - Hjá skósmiðnum

This cobbler has his place of business on the street near the entrance to one of the busiest shopping streets in the city center, just below the Mall. He and a colleague sat on the ground and repaired shoes all day long and during my time there I never saw either of them idle. He fixed the shoe by sewing the sole back on, a fine if unusual piece of repair that still holds.

Later, he patched up a tear in the upper of the other shoe so well that if you didn't know it was there, you had to take a very close look to find it, and he also repaired my daypack.

Photobucket


Þessi skósmiður sat á götunni efst í einni af hinum iðandi verslunargötum borgarinnar og gerði við skó frá morgni til kvölds, með verkfærum sem tæknivæddir íslenskir skómiðir hefðu líklegast gefist upp á að nota. Hann saumaði sólann aftur á skóinn, og sú viðgerð var enn í fínu lagi í lok ferðar. Hann gerði seinna við gat á hinum skónum, og gerði það svo vel að viðgerðin sást varla. Hann lagaði líka bakpokann minn þegar önnur ólin tók að gefa sig.

Photobucket

Monday, April 12, 2010

Autumn colours - Haustlitir

Autumn was just around the corner when I arrived in Shimla, and while the biggest trees were mostly evergreens, you could see flashes of autumn colours among them, especially on these creepers that wound themselves around many trees.

I took this photo on an interesting walking tour in the woods near the city. The sole nearly came off one of my hiking boots on the way back, and the next day we walked down to the bazaar to find a cobbler to repair it (see tomorrow's post).

Photobucket


Haustlitir voru farnir að sjást á ýmsum trjátegundum sem fella laufin, og sérstaklega var þessi vafningsplanta áberandi. Myndin er tekin í gönguferð í skóginum í nágrenni borgarinnar. Á leiðinni til baka úr göngunni losnaði hálfur sólinn undan öðrum skónum mín um og því fórum við daginn eftir niður á basar í leit a skósmið (sjá meira um það á morgun).

Sunday, April 11, 2010

Christ Church

Christ Church is located on the Ridge, a large square situated on top of Shimla's main water reservoir, near the Mall. Building began in 1844 and it was consecrated in 1857.

Photobucket


Kristskirkja stendur á áberandi stað við annan endann á stóru torgi fyrir ofan the Mall, og minnir mann helst á leikfangakirkju. Hún var vígð 1857 og er aðallega fræg fyrir fagra steinda glugga sem í henni eru.

Saturday, April 10, 2010

Café - Kaffihúsið

Barista Lavazza is a popular chain of coffee houses in India. Originally an Indian chain, it is now owned by the Italian company Lavazza. When you order coffee there, they will ask you whether you prefer Indian or Italian coffee. Being a complete and utter non-expert on coffee, I couldn't tell the difference.

Whenever I felt in need of air-conditioning and a cool drink in India, I would look first for either a Barista or a Café Coffee Day (Barista's main rival), or if I couldn't find one fast enough, for an outlet of one of the international fast food chains.

Note the mock Tudor upper floor.

Photobucket


Þessi kaffihúsakeðja og keppinauturinn, Café Coffee Day, eru út um allt á Indlandi. Þar getur maður ávallt stólað á gott úrval heitra og kaldra drykkja, hrein klósett og loftkælingu.

Friday, April 09, 2010

Minerva Book House - Bókabúðin

Book shops are a must stop for me wherever I go. I loved this one, which is located on the Mall. It's one of those places where appearance has been sacrificed in order to carry as much stock as possible, making it a browser's dream. If you are looking for something specific and can't find it, the owner will find it for you. My friend is a regular customer and we were invited to take tea with the owner behind the check-out table, something you don't see happening in places like Borders or Barnes & Noble.

Photobucket


Bókabúðir virka á mig eins og segull á nál. Þessi er ein af þessum frábæru þar sem öllu ægir saman og ekki er verið að fórna plássi til að hafa fínt. Vinkona mín er fastagestur og okkur vor því boðið í te og kex með eigandanum á bak við afgreiðsluborðið. Það var of snemmt í ferðinni til að ég verslaði mikið, en ég keypti þó eina stóra matriðslubók sem ég sendi heim með pósti.

Wednesday, April 07, 2010

A walk along the Mall - Gengið eftir aðalstrætinu

The Mall is the main street of historical Shimla and the heart of the main commercial area. The more expensive shops are located along its length, while the more traditional bazaar-like shopping area is in the streets surrounding it.

Coming into the area where the shops begin from the direction of my friend's house, you see this building looming up ahead, looking not unlike the locomotive to the snaking train of the houses behind it. In this and th following photos, note the riot of building styles.

Photobucket


The Mall er aðal-verslunargatan í borginni, og hjarta gömlu borgarinnar. Fínni og dýrari verslanirnar eru staðsettar við hana og minni og ódýrari búðir við göturnar í kring. Þetta hús minnir mann á eimreið sem dregur á eftir sér húsalengju sem hýsir verslanir og fyrirtæki. Takið eftir fjölbreytninni í byggingarstílum á þessarri mynd og restinni af myndunum frá Shimla.

Tuesday, April 06, 2010

Shimla

For the sake of continuity I am henceforth going to post the photos from each place in logical rather than chronological order.

This is a panoramic photo of that part of Shimla you could call the historical centre of the city. I put it together from 4 photos and didn't bother photoshopping it to make the seams disappear.

Shimla is the capital of the state of Himachal Pradesh and the former summer capital of British India. I stayed there for 8 days in the home of a friend who showed me around and gave me a view of the city that I might not have otherwise seen.


Photobucket


Hér eftir ætla ég að birta myndinar frá hverjum áfangastað í þeirri röð sem segir samfelldasta sögu, frekar en að birta þær í tímaröð.

Þessi víðmynd er samsett úr fjórum ljósmyndum af borginni. Ég nennti ekki að laga hana til, þannig að samskeytin sjást.

Shimla er höfuðborg Himachal Pradesh-ríkis og fyrrum sumarhöfuðborg breska Indlands. Ég var þarna í boði vinkonu minnar og gisti þar í góðu yfirlæti í 8 daga.

Monday, April 05, 2010

A ride for two - Tveggja manna farartæki

I spotted this contraption, which I think is old rail inspector's car, at one of the stations on the way. I wouldn't have liked to be the one to drive it, especially not uphill. At another station I noticed a bus that had been adapted to run on the rails, but unfortunately I wasn't able to photograph it.

Photobucket


Þetta held ég að sé gömul kerra sem var notuð til að skoða teinana. Hún virðist vera handknúin, og það hefur varla verið öfundsvert að þurfa að knýja hana upp brekkur. Ég sá líka gamla rútu sem var búið að breyta þannig að hún rann eftir teinunum, en náði því miður ekki mynd af henni.

Sunday, April 04, 2010

Himalaya landscape - Himalajalandslag

Once you reach a certain height in the Himalayas, evergreens mostly take over from the deciduous lowland trees, although you of course see deciduous species as well.

Photobucket


Þegar komið er upp í ákveðna hæð er aðaltrjágróðurinn barrtré, aðallega fura og Himalaja-sedrus. Útsýnið var stórkostlegt, þegar maður á annað borð sá það fyrir trjám.

Saturday, April 03, 2010

On the way to Shimla - Leiðin til Shimla

The train tracks from Kalka to Shimla are about 96 km long, but the trip takes about 5 hours. On the way the train passes over more than 850 bridges, through 102 tunnels and around more than 900 bends and curves. The views are stunning, when they aren't obliterated by trees. The railway is a UNESCO World Heritage site.

There was a merry group of men in the front-most carriage and every time we passed through a tunnel they would whoop and yell and clap. The noise started falling off after the first 50 or so tunnels, but every tunnel was duly greeted.


Photobucket


Leiðin á milli Kalka og Shimla er um 96 km ef maður tekur lestina. Ferðin tekur rúma 5 klukkutíma og á þeim tíma fer lestin um 102 göng, yfir meira en 850 brýr og um rúmlega 900 beygjur.

Í fremsta vagninum var kátur hópur manna sem öskruðu og hrópuðu og klöppuðu í hvejum göngum, og þó að hávaðinn í þeim minnkaði smám saman, þá var öllum göngunum heilsað á þennan hátt.
Með í för var líka hópur ferðamanna sem voru í ferð til að skoða merkilegar lestar.

Friday, April 02, 2010

The next chapter - Aftur af stað

I set off on the next leg of my journey at 5 a.m. on October 31st. I took a cycle rikshaw the few hundred meters to the train station, as I was feeling groggy from too little sleep (due to frequent exchanges of barks between the street dogs and the dog in the next room) and because the street looked sinister and vaguely threatening under the shady street lighting, dusty and rather forlorn when bare of people and with the shop-fronts closed. Delhi after dark is a threatening place for a woman walking alone, but unencumbered by my luggage and perched high up on the rickshaw seat I at least felt I would see around me better than on foot down on the street, and be less vulnerable without my luggage hanging on me like anchors. We reached the station safely and in I went, to get on the Himalayan Queen, bound for Kalka, in the foothills of the Himalayas. In Kalka, I boarded the famous toy train to Shimla, pictured below.


Photobucket


Ég lagði af stað á næsta áfangastað eldsnemma morguns, var komin út á lestarstöð um fimmleytið um morguninn. Aðalgatan í Paharganj var ískyggilega skuggaleg, og ég tók hjóla-rickshaw niður á stöð og sat síðan og beið í nætursvalanum eftir að lestin kæmi inn á stöðina. Lestarstöðin í Nýju-Delhi er gríðarstór, þar eru engar lyftur og einu farangurskerrurnar eru í umsjón burðarmanna. Sem betur fer var farangurinn minn léttur, enda tókst mér að ferðast bara með handfarangur og því var burðurinn hvorki þungur né erfiður. Skítalyktin inni á stöðinni var ekki svo slæm í nætursvalanum, og sem betur fer var gola sem blés því versta í áttina frá mér.

Kerfið fyrir að taka lest á Indlandi er ekki flókið – það er að segja ef maður kann á það. Maður getur farið og beðið í röð við miðasöluglugga (það eru engir miðasjálfsalar) og átt viðskipti við afgreiðslumenn sem eru misgóðir í ensku, en á stærri lestarstöðvum eru sérstakar söluskrifstofur bara fyrir erlenda ferðamenn og Indverja sem búa erlendis. Í Nýju-Delhi er hún falin uppi á sóðalegri efri hæð, en það margborgar sig að nota hana, þ.e. ef manni hefir ekki tekist að læra á vefsíðu Indian Railways. Eftir þessa fyrstu lestarferð notaði ég reyndar sjálfstæða bókunarsíðu til að bóka lestarmiðana, síðu sem er auðveldara að nota en Indian Railways-síðuna og er líka hægt að nota til að bóka flug, hótel og fleira.

Það borgar sig að bóka allt sem fyrst, því að margir eru um hituna, sérstaklega ef eitthvað er um að vera á áfangastað. Þegar miðinn er kominn, hvort sem maður fór á bókunarskrifstofuna eða bókaði í gegnum netið, mætir maður á stöðina, lágmark hálftíma áður en lestin fer af stað. Á sumum lestarstöðvum er tafla yfir frá hvaða palli hvaða lest fer, en sums staðar verður maður að bíða eftir að hún renni inn á pallinn og hlusta vel á tilkynningarnar eða fylgjast með rafrænum tilkynningatöflum, og tölta síðan upp stiga upp á eina af göngubrúnum yfir teinana, og skrölta síðan niður á réttan pall.

10 mínútum fyrir brottför byrjar svo sirkusinn, því þá er opnað inn í lestarvagnana. Lestarnar eru oft langar, stundum tugir vagna, og því borgar sig að vera á réttum stað á pallinum. Nú orðið er merkt ca. hvar við pallinn hver vagn stansar, en stundum breytist það fyrirvaralaust, og þá borgar sig að taka sprettinn til að vera alveg viss um að komast inn áður en lestin rúllar af stað. Síðan hefst troðningurinn. Stundum er svo mikill asi á þeim sem ætla inn í lestina að þeir bíða ekki eftir að þeir sem ætla út úr lestinni stígi af henni, og þá verða árekstrar, menn sitja jafnvel fastir í þröngum dyraopunum. Oftast nær gengur þetta þó vel fyrir sig. Einn stór kostur við að vera með lítinn og léttan farangur er sá að eini staðurinn til að geyma hann er á gólfinu undir bekkjunum, og það er mjög algengt að Indverjarnir séu með stærðarinnar ferðatöskur með sér sem mann grunar að innihaldi alla búslóðina þeirra, og því er ástæðan fyrir því að mönnum liggur svona á inn í vagnana líklega sú að þeir vilja ekki þurfa að sitja undir farangrinum sínum.

Frá Delhi lá leiðin til Kalka, uppi við rætur Himalaja-fjalla, með Himalayan Queen lestinni. Þar var stigið af og um borð í „leikfangalestina“ til Shimla (sem myndin er af). Hún er kölluð leikfangalest af því að hún gengur á mjórri teinum en venjulegar lestir, og vagnarnir eru því samsvarandi minni. Lestin og teinarni eru á heimsminjaskrá UNESCO, enda um stórmerkilegt verkfræðiundur að ræða.